Blephasol Duo

THE-765667DN

100ML

Verð:

2.294 kr.

Micellar hreinsivatn til daglegrar notkunar á viðkvæm augnlok.

 

100 ml flaska + 100 klútar

 

Blephasol fjarlægir óhreinindi, bletti og augnmálningu af augnlokum og neðsta hluta augnhára.

 

Blephasol, sem er laust við alkóhól, hreinsiefni og rotvarnarefni hreinsar varfærnislega án þess að erta augun eða skaða ystu lög húðþekjunnar sem verndar húðina fyrir ytri áhrifum (kulda, sólarljósi, svita, ofnæmisvökum og margs konar mengandi efnum, o.s.frv.)

 

Þar sem Blephasol er án ilmefna og ekki feitt þarf ekki að skola það af eftir notkun.

 

Til að hreinsa og fjarlægja augnmálningu af viðkæmum augnlokum:

    Fyrir framan spegil:

 

1.Með lokuð augun skal leggja rakadrægan klút vættan með Blephasol varlega á augnlokið og neðsta hluta augnháranna.

 

2.Nuddið augnlokin mjúklega með litlum, hringlaga hreyfingum til að fjarlægja allar leifar og ná út innihaldi kirtla.

 

3.Togið lítillega í augnlokin, nuddið síðan innri brún augnlokanna mjúklega með hreinum klút eða bómullarpinna sem vættur hefur verið með Blephasol til að fjarlægja óhreinindi sem kunna að vera neðst á augnhárunum.

 

4.Endurtakið hvert skref fyrir hitt augað, með hreinum rakadrægum klút.

Engin þörf er á að skola eftir notkun.

 

UM VÖRUMERKIÐ

Théa

Théa er fimmtu kynslóðar franskt  fjölskyldufyrirtæki sem er leiðandi frumkvöðull hvað varðar augnheilbrigði. Boðið er upp á gott vöruframboð fyrir gláku, ofnæmi, augnþurrk og fleira.  

Viltu bóka í sjónmælingu?

Eyesland býður uppá vandaða þjónustu í sjónmælingum og snertilinsumælingum. Sjónmæling gengur upp í gleraugnakaup séu þau gerð í framhaldinu.

Sjá lausa tíma í sjónmælingu