fbpx

Afhverju Julbo

Þegar talað er um íþróttagleraugu kemur merkið Julbo ávallt upp. Gæði, öryggi og gleraugu sem vinna með afreksfólki til að ná betri árangri.

Frá aldamótum 1900 hefur stofnandi Julbo hannað og þróað gler og umgjarðir fyrir ofurhuga, þá sem hættu sér á stórhættulega og oft á tíðum ókannaða tinda. Allar götur síðan hefur fyrirtækið haft þessa vinnu að leiðarljósi. Íþróttagleraugu fyrir þá sem þora og vilja ná lengra.

Íþróttagleraugu eiga að sitja vel og sem þéttast. Þau eiga að veita öryggi við þær krefjandi aðstæður sem íþróttafólk er í, hvort sem viðkomandi er á hjóli eða á skíðum, í siglingu eða í hlaupi. Treysta þarf á allan  öryggisbúnað sem einstaklingur hefur. Íþróttagleraugu er öryggisbúnaður, það gleymist oft eða fólk hugsar ekki út í þau sem öryggisbúnað.

Julbo hefur þróað íþróttagleraugu frá upphafi með öryggið að leiðarljósi. Hangandi í ísöxi á jöklavegg er ekki staður né stund til að laga gleraugu. Hægt er að treysta að sterkir geislar sólarinnar komast ekki inn fyrir jöklagleraugun uppi á tindi og blindi þig.

Þú getur ekki nauðhemlað í 20 manna hjólahóp á leið niður bratta brekku til að þurkka í burtu móðu á gleraugunum sem kemur í veg fyrir að þú sjáir vel fram fyrir þig. Svona aðstæður hefur Julbo hugsað út í. Með því að vinna með ofurhugunum um á hvern hátt sé hægt að aðstoða þá til að auka öryggi og þægindi við iðju sína hefur hann náð árangri.

Þróun sólglerja er mikilvægur þáttur í öryggi og til að efla árangur. Þau veita ekki bara vörn gegn sólargeislum upp á jökli, heldur líka gegn ljóstýru sem gæti skyndilega blindað þig á hlaupum gegnum skóg eða í hjólaferð niður fjall. Gleraugun skerpa skugga og liti og gera þér kleift að lesa umhverfið hraðar og öruggara þegar flogið er gegnum það.

Mikilvægt er að velja sér íþróttagleraugu út frá notkun þeirra. Að sjálfsögðu er mikilvægt að líta vel út, en á ekki að vera það eina sem þú hefur í huga við val á íþróttagleraugum.

Hins vegar ætli þú að ná lengra í íþróttinni sem þú stundar og vera ofurhugi þá er Julbo klárlega íþróttagleraugu sem þú ættir að skoða.

Okkar hugsjón

Eyesland gleraugnaverslun leggur metnað sinn í að bjóða vandaðar vörur á góðu verði. Heimsþekkt vörumerki og fjölbreytt úrval. Í boði eru allskonar gleraugu, lesgleraugu sem og margskipt gleraugu, linsur, sólgleraugu, hjólagleraugu, hlaupagleraugu, skíðagleraugu, fjallagleraugu, veiðigleraugu með eða án styrks.