KOMONO

Belgíska hönnunarfyrirtækið KOMONO var stofnað árið 2009 og
framleiðir umgjarðir, sólgleraugu, íþróttagleraugu og armbandsúr. Hönnunin er
látlaus og fáguð, hún er nútímaleg um leið og hún minnir á gamla tíma. Mikill
metnaður er lagður í smáatriði í hönnuninni og gæði gleraugnanna. Málmumgjarðir
frá Komono eru sérlega léttar og þægilegar. Plastumgjarðirnar eru kröftugri,
með sterkum línum og sitja afar vel á andlitinu.