fbpx

RRS-100 BLK

kr. 59.900

Framleitt úr 100% japönsku títaníum. Umgjörðin er í einstökum stíl og öll smáatriði eru sértaklega hönnuð til að vekja eftirtekt. Linsurnar eru skyggðar efst en lýsast að neðanverðu. Spöngin er letruð sem gefur gleraugunum meiri glæsibrag. Það sem gerir þessa umgjörð sérstaka, umfram aðrar, er að hún tengir glerin saman og er klædd með hágæðaleðri. Hvergi hefur verið til sparað við hönnun, framleiðslu og útlit umgjarðarinnar.

Eitt af grunn atriðunum sem heldur merkinu á lofti er hágæða NXT® Polarized linsur. Þær bjóða upp á skýrari sjón, aukna litasjón og fullkomna UV vörn. Mjög léttar. NXT® Polarized linsur eru einnig höggvarðar, með vatns- og olíufráhrindandi húðun og glampavörn til að tryggja endingu og þægindi.

  • Brúnar misskyggðar linsur
  • Gráar misskyggðar linsur
  • Japanskt títaníum
  • Leður spöng tengir glerin saman
  • NXT® Polarized linsur

Á lager

Vörunúmer: RRS-100 Flokkur: Merkimiði:
PD

Pupil distance eða lengdin á milli augasteina. Sjóntækjafræðingar og flestir augnlæknar mæla þetta, en skrifa það sjaldnast á gleraugnavottorðið, nema beðið sé um það. Hægt er að fá þetta mælt í flestum gleraugnaverslunum. Þú getur líka mælt þetta sjálf/ur. Sjá myndband.

Einfókus / Margskipt

Einfókus: Glerið er bara með einum styrk, þ.e. ekki með lestrarpunkti.

Margskipt: Þá eru glerin með margar skiftingar, þ.e. Ein styrk fyrir fjarlægðina og annan fyrir lestur/tölvu.

Margskipt Regular / Intouch

Margskift regular: Standard margskift gler. Ekki með breiðasta lespunktinum. Hentar vel fyrir byrjendur, í sólgleraugu eða sem margskift tölvugler.

Margskift Intouch: Flottast marsgskifta glerið okkar. Með breiðum lespunkt og hraðri skiftingu á milli svæðana.

Index

Því hærra index því þynnra verður glerið. Ef styrkurinn þinn er yfir +/- 3,00 þá mælum við með að taka index 1,6. Ef styrkurinn er +/-6,00 þá mælum við með að taka index 1,67. Einnig er gott að hafa í huga því stærri sem umgjörðin er því stærra og þykkara verður glerið. Þannig að ef þú ert að velja stóra, þunna umgjörð verður glerið fallegra ef þú tekur hærra index. Index 1,5 gler er líka brothættara, þannig að ef þú ert að versla umgjörð sem er opin eða umgjarðarlaus á að taka index 1,6 eða hærra.

HC: Glerið er með rispuvörn.

Húðun

HMC Glerið er með rispu og glampavörn. Gott fyrir þá sem nota gleraugun sín t.d. við akstur og fyrir framan skjái.

Glacier plus: Glerið er með mjög góða rispu og glamapvörn. Það hrindir einnig frá sér vatni og óhreinindum betur heldur en hinar húðirnar. Mælt með fyrir þá sem eru með háa styrki og/eða nota gleraugun sín mikið.

Glacier sun: Glampa og rispuvörn sem er sérsaklega gerð fyrir sólgler.

Dökkna í sól

Kristallar í glerinu virkjast þegar ákveðið ljós lendir á því. Glerið dökknar því í sól. Gott fyrir þá sem eru ljósfælnir.

SPH | Cyl |Axl/öxull

SPH: spherical stendur fyrir styrkin sem þú þarft að hafa í glerinu þínu. Getur verið bæði plús og mínus.

Cyl: cylinder er sá styrkum sem þarf að vera í glerinu til að leiðrétta sjónskekkju (astigmatism) Þessi styrkur er alltaf skrifaður á Íslandi í mínus.

Axl/öxull: Þetta er mælieining fyrir því hvar cylinderin á að vera staðsettur ,í gráðum, í glerinu. Gráðurnar geta verið frá 0° upp í 180°.

ADD

Addition. Þetta er plúsin sem þú þarft, ofan á fjarlægðar styrkinn þinn til þess að getað lesið. Þarf bara að fylla út þegar valið er margskift gler. 

Vantar þig sjónmælingu?

Fara í tækjastiku