fbpx

Saga Julbo

Stofnandi Julbo, Jules Baud, hafði aðeins eitt í huga þegar hann byrjaði að hanna sólgleraugu árið 1888, nýsköpun. Hann hannaði fyrstu fjallagleraugun fyrir fjallaklifara, sem leituðu að Charmonix kristöllum, til að vernda augun hátt uppi á fjöllum.

Stofnandi Julbo

Vermont fjallagleraugun komu á markaðinn árið 1950. Þau lögðu grunninn að hönnun fjallagleraugna um komandi framtíð. Þarna voru komin fjallagleraugu sem vernduðu augu fjallaklifrara. Þegar fyrirtækið varð 125 ára voru Vermont fjallagleraugun sett á markaðinn aftur og átti að framleiða þau í stuttan tíma. Svo varð ekki, vegna vinsælda bæði sem tískuvara og sem virkilega góð fjallagleraugu verða þau ekki tekin af markaðunum í bráð. 

Síðan þá hefur Julbo unnið með útivistarfólki til að hanna og prófa útvistargleraugun. Yannick Seigneur, sem var tæknilegur ráðgjafi hjá Julbo, prófaði og endurhannaði fjallagleraugu Julbo á meðan hann klifraði Everest, Makalu, K2, Gasherbrum ii, Broad Peak og Nanga Parbat í kringum 1970. Julbo hélt sér á markaðnum með því að fylgja tískustraumum í fjallagleraugum og fór með fjallaklifrurum hærra og lengra.

Julbo hefur alltaf verið á toppnum þegar kemur að góðum glerjum með góðri vörn gegn sólargeislum og nákvæmri skerpu. Því fóru þeir, fljólega eftir 1990, að hanna sólgleraugu fyrir almenning og vandaða og góða sólgleraugnalínu fyrir börn. 

Í kringum aldamótin varð fjölbreyttari hreyfing utandyra, náttúruhlaup og hjóla á fjallahjóli, vinsælt og Julbo fylgdi þessum stefnum vel eftir. Hann hefur hannað fjölbreytt úrval af útivistargleraugum sem henta við alls konar útivist ekki bara fjallaklifur. 

Þróunin hjá Julbo frá aldamótum byggist á að mæta kröfum íþróttafólks. Hjólreiðar og hlaup er ekki lengur eitthvað sem eingögnu er stundað utan dyra þegar er sól og gott veður. Nú er þetta hreyfing og jafnvel lífstíll sem margir stunda allt árið og í hvað veðurskilyrðum sem er. Þar hefur Julbo fylgt notendum sínum með þvi að koma á markaðinn linsum sem aðlagast aðstæðum og birtuskilyrðum til að vernda og aðstoða neytendur til að stunda sína íþrótt. 

Julbo heldur áfram að þróa með afreksfólki út um allan heim. Alveg sama hvort þú ætlir að hjóla, hlaupa, klifra, klífa, sigla eða skíða, þá finnur þú gleraugun sem vernda augun og hjálpa þér að ná lengra með Julbo.

Okkar hugsjón

Eyesland gleraugnaverslun leggur metnað sinn í að bjóða vandaðar vörur á góðu verði. Heimsþekkt vörumerki og fjölbreytt úrval. Í boði eru allskonar gleraugu, lesgleraugu sem og margskipt gleraugu, linsur, sólgleraugu, hjólagleraugu, hlaupagleraugu, skíðagleraugu, fjallagleraugu, veiðigleraugu með eða án styrks.

Fara í tækjastiku