fbpx

Um okkur

Eyesland Grandagarði
Eyesland Glæsibæ

Eyesland Gleraugnaverslun

Gleraugnaverslunin Eyesland var stofnuð árið 2010 í samastarfi við systurfélagið Sjónlag. Markmið fyrirtækisins Eyesland hefur frá upphafi verið að bjóða góð gleraugu á góðu verði.

Eyesland er með tvær verslanir en þær eru staðsettar í Glæsibæ á 5.hæð og á Grandagarði 13.

Lengi vel var verslun okkar einungis staðsett í Glæsibæ en í lok árs 2016 opnaði seinni verslun okkar að Grandagarði á frábærum stað í Reykjavík þar sem mikil uppbygging er.

Okkar hugsjón

Eyesland gleraugnaverslun leggur metnað sinn í að bjóða vandaðar vörur á góðu verði. Heimsþekkt vörumerki og fjölbreytt úrval. Í boði eru allskonar gleraugu, lesgleraugu sem og margskipt gleraugu, linsur, sólgleraugu, hjólagleraugu, hlaupagleraugu, skíðagleraugu, fjallagleraugu, veiðigleraugu með eða án styrks.

Sjóntækjafræðingar Eyesland

Helga Kristinsdóttir

Helga Kristinsdóttir sjóntækjafræðingur sér um að sjónmæla af mikilli fagmennsku í verlsun okkar í Glæsibæ en Helga er einn af eigendum og stofnaendur fyrirtæksins. Helga útskrifaðist árið 1994 frá Berufschule Bad Dürkheim.

Harald Kristófersson

Harald Kristófersson er sjóntækjafræðingur og starfar verkstæðinu í Eyesland á Grandagarði en gleraugu sem keypt eru hjá okkur eru búin til þar. Harald hefur starfað við fagið í meira en 50 ár. Upphaf starfsferilsins þann hófst þann 2.janúar 1968 en réttindi sem sjóntækjafræðingur fékk Harald árið 1984.

Fara í tækjastiku